Það var svo sem fyrirfram vitað að róður Íslendingar að Evrópugullinu yrði þungur allt frá byrjun. En bara það að skrifa "Íslendingar" og "Evrópugull" í sömu setningu iljar og setur ákveðið bros á mann. Í gær birti heimasíða FIBA Europe óopinbera niðurröðun á sterkustu liðum keppninar eins og það lítur út frá deginum í gær. Efstir þar á blaði eru Spánverjar og Serbar, bæði þjóðir sem eru í riðli með Íslendingum. 

 

Hin þrjú liðin sem Íslendingar munu kljást við eru svo Þjóðverjar, Ítalía og Tyrkland. Ítölum er skellt í 10. sætið og Tyrkir verma svo 6. sætið á þessum lista og gestgjafarnir eru svo settir í 7. sæti.  Íslendingar ríða ekki feitum hesti frá þessari niðurröðun.  Allra síðastir en menn þar vilja meina að þeir viti ekkert um hvar liðið stendur þar sem við höfum ekki spilað neina leiki nú á undirbúningnum.  Það mun hinsvegar breytast því á föstudag leikur liðið gegn liðinu í næst neðsta sæti á listanum, Hollandi í Þorlákshöfn. 

 

Listinn eins og FIBA Europe setur hann upp.