Íslenska landsliðið heldur til Eistlands á morgun til þess að taka þátt í Toyota Four Nations Cup mótinu í Eistlandi. Mótið fer fram í Tallin dagana 20.-22. ágúst en leikið verður gegn Eistlandi, Hollandi og Filippseyjum.
Dagskrá mótsins (leiktímar að Eistneskum tíma):
20. ágúst – Ísland · Eistland kl. 20:00
21. ágúst – Ísland · Holland kl. 17:30
22. ágúst – Ísland · Filipseyjar kl. 17:30
Fjórtán leikmenn fara á æfingamótið en Sigurður Þorvaldsson leikmaður Snæfells hvílir þetta mótið en er áfram í æfingahópnum og verður áfram með íslenska liðinu þegar það kemur heim frá Eistlandi.
Karfan.is mun ekki láta sig vanta í Eistlandi og mun flytja fréttir í bæði máli og myndum frá mótinu en Skúli Sigurðsson mun fylgjast grannt með gangi mála.
Íslenski hópurinn
# Nafn Staða F.ár Height Félagslið (Land) · Landsleikir
3 Martin Hermannsson Bakvörður 1994 193 cm LIU University (USA) · 24
4 Axel Kárason Framherji 1983 192 cm Svendborg Rabbits (DEN) · 38
5 Ragnar Ágúst Nathanaelsson Miðherji 1991 218 cm Þór Þórlakshofn (ISL)· 24
6 Jakob Örn Sigurðarson Bakvörður 1982 190 cm Boras Basket (SWE) · 72
7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson Miðherji 1988 204 cm Solna Vikings (SWE) · 45
8 Hlynur Bæringsson Miðherji 1982 200 cm Sundsvall Dragons (SWE) · 84
9 Jón Arnór Stefánsson Skotbakvörður 1982 196 cm Unicaja Malaga (ESP) · 74
10 Helgi Már Magnússon Framherji 1982 197 cm KR (ISL) · 84
13 Hörður Axel Vilhjálmsson Bakvörður 1988 194 cm Mitteldeutscher BC (GER) · 37
14 Logi Gunnarsson Skotbakvörður 1981 192 cm Njarðvík (ISL) · 110
15 Pavel Ermolinskij Bakvörður 1987 202 cm KR (ISL) · 46
24 Haukur Helgi Pálsson Framherji 1992 198 cm LF Basket (SWE) · 31
29 Ægir Þór Steinarsson Bakvörður 1991 182 cm Sundsvall Dragons (SWE) · 21
88 Brynjar Þór Björnsson Skotbakvörður 1988 192 cm KR (ISL) · 41 landsleikir
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfari: Arnar Gudjonsson og Finnur Freyr Stefansson
Sjúkraþjálfari: Bjartmar Birnir
Styrktarþjálfari: Gunnar Einarsson
Þá mun Sigmundur Már Herbertsson dómari einnig fara út og dæma á mótinu.
Mynd/ nonni@karfan.is – Íslenska liðið stillti sér upp í hópmynd fyrir seinni æfingaleikinn gegn Hollendingum á dögunum.