Nú styttist heldur betur í Berlínarævintýrið… Gaman Ferðir eru með flottan hóp af fólki sem ætla að berja þessa körfuboltaveislu augum. Þetta er einn flottasti pakkinn sem er í boði enda er gist á góðu 4 stjörnu hóteli í heila viku og miði er innifalinn á alla leikina í riðlinum. Til viðbótar við leiki Íslands, hvaða körfuboltaáhugamaður hefur ekki áhuga á að kíkja á innbyrðis leiki Þýskalands, Serbíu, Ítalíu, Spánar og Tyrklands… þetta eru svo flott lið. 

Það eru bara 4 pakkar eftir til sölu og því er um að gera að stökkva á þetta á meðan það er ennþá hægt. Miðarnir eru að sjálfsögðu í Íslendingasvæðinu með öllum hinum Íslendingunum og þar sem stemningin klárlega verður. Það er ekkert vit í öðru en að vera með hinum Íslendingunum að fagna og styðja landsliðið. Innifalið er einnig rúta til og frá flugvelli og fararstjórn. Ekki hika, komdu með

Nánar á Gaman Ferðir