Mikið ævintýri er fram undan hjá Erlendi Ágústi Stefánssyni en eftir slétta viku heldur hann vestur til Bandaríkjanna þar sem hann mun stunda háskólanám og spila körfubolta. Hafnarfréttir vildu forvitnast meira um ævintýri hans en hann er að fara upplifa það sem flestum ungum körfuboltamönnum dreymir um.

„Ég er að fara til Bandaríkjanna í háskóla sem heitir Black Hills State University. Hann er staðsettur í bæ sem heitir Spearfish og er í South Dakota fylki. Bærinn er ekki mjög stór en skólinn er frekar stór miðað við bæinn og er þetta þriðji stærsti háskólinn í South Dakota,“ sagði Erlendur í samtali við Hafnarfréttir.

Sjá viðtalið í heild sinni á Hafnarfréttir.is

Mynd/ Jón Björn – Erlendur Ágúst í úrslitum 1. deildar með FSu.