Á laugardag var fyrsti NBA leikurinn þannig séð spilaður í Afríku þegar að Team World mætti liði Team Africa.  Í liði Africa voru menn á borð við Dikembe Motumbo og Luol Deng ásamt hinum mikla meistara Hakeem "Dream" Olajuwon.  Þegar leið á leikinn voru áhorfendur með allt hreinu þegar þeir voru farnir að biðja um Dream Shake frá Olajuwon. "Dans spor" sem Hakeem notaði óspart í deildinni hér á árum áður með miklum ágætum.  "Draumurinn" lét af þessu verða 52 ára gamall og skilaði tuðrunni niður líkt og í gamla daga.