Davíð Guðmundsson hefur gengið til liðs við Breiðablik frá Skallagrími, en hann er tvítugur framherji sem kann vel við sig fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KKD Breiðabliks. 

Í tilkynningunni segir einnig:

Við bjóðum Davíð kærlega velkominn og teljum við hann vera góða viðbót við hið unga og efnilega lið sem Blikar tefla fram í vetur.

Mynd/ T.v. Davíð Guðmundsson og t.h. Baldur Már Stefánsson framkvæmdastjóri KKD Breiðabliks.