Einn besti leikmaður síðasta tímabils í Domino´s-deildinni mun mæta aftur í slaginn í haust ef marka má Facebook-færslu þeirra KR-inga fyrr í kvöld.

Í færslunni kemur ekki mikið fram en þar er Craion boðinn velkominn aftur í raðir KR-inga og fleiri orð ekki um það höfð. Engum dylst fengurinn í þessu fyrir þá röndóttu enda fáir ef nokkrir sem hafa náð að hemja tröllið við teiginn. 

Facebook-síða KR