Karfan TV ræddi í dag við Craig Pedersen á blaðamannafundi í DHL-Höllinni þegar 12 manna hópur Íslands fyrir EuroBasket var tilkynntur. Craig sagði í samtali við Karfan TV að þjálfarateymið hefði verið alveg til síðasta dags að vega og meta leikmenn fyrir loka niðurskurðinn. Craig sagði ákvörðun þjálfaranna byggða á því hvernig púslin myndu passa saman og hvers liðið þyrfti á að halda við mismunandi aðstæður. Hann sagði einnig að mótið í Póllandi yrði góður prófsteinn fyrir Ísland því þar væru lið sem væru skör lægra en þær þjóðir sem við mætum í Berlín en gæfu til kynna hvað nákvæmlega væri í vændum.