NBA deildin hefst þann 27. október næstkomandi og verður viðureign Cleveland Cavaliers og Chicago Bulls opnunarleikur tímabilsins. Leikurinn fer fram í Chicago. Bulls mæta til leiks með nýjan þjálfara, Fred Hoiberg og svo verður forvitnilegt að sjá hvaða Derrick Rose mætir til leiks hjá Bulls.

Meistarar Golden State fá meistarahringana sína afhenta á heimavelli þegar New Orleans Pelicans koma í heimsókn (27. okt). 

Á jóladag fáum við svo eftirfarandi leiki:

Miami Heat – New Orleans Pelicans
Oklahoma City Thunder – Chicago Bulls 
Golden State Warriors – Cleveland Cavaliers
Houston Rockets – San Antonio Spurs
LA Lakers – LA Clippers 

Á næstsíðasta degi ársins 2015, þann 30. desember fáum við svo tímalausa klassík þegar Los Angeles Lakers heimsækja Boston Celtics. 

Nánar hér