Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur náð samkomulagi við leikmanninn Chukwudiebere Maduabum fyrir komandi tímabil. Maduabum er fæddur árið 1991 og er frá Nígeríu. Heimasíða Keflavíkur greinir frá.
Á síðu Keflavíkur segir einnig:
Hann spilar sem center og er 2,06 m á hæð. Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er mjög ánægð með liðsaukann og hlakkar mikið til að vinna með Maduabum á komandi tímabili.