„Stjórn körfuboltadeildar KR þykir miður að tilkynna að meistaraflokkur karla mun ekki taka þátt í Evrópumeistaramóti á vegum FIBA.“ Þetta segir í tilkynningu sem stjórn KR sendi Morgunblaðinu.
Í tilkynningunni segir einnig:
Körfuboltalið frá Íslandi hefur ekki tekið þátt í móti á vegum FIBA síðan 2007 þegar KR lék á móti Banvit frá Tyrklandi. Einnig breytti FIBA tilhögun keppninnar að því leyti að engin forkeppni verður og var sú ákvörðun tekin eftir að keppnin var auglýst og keppnisgögn send til aðildarfélaga. Upprunalega áttu 64 lið að taka þátt en var fækkað í 56 lið. Þar sem Ísland hefur ekki tekið þátt í keppninni undanfarin ár þá er Ísland neðst á styrkleikalistanum og því komst KR ekki inn í keppnina í ár.
F.h. Körfuboltadeildar KR
Guðrún Kristmundsdóttir