„Stjórn körfu­bolta­deild­ar KR þykir miður að til­kynna að meist­ara­flokk­ur karla mun ekki taka þátt í Evr­ópu­meist­ara­móti á veg­um FIBA.“ Þetta segir í tilkynningu sem stjórn KR sendi Morgunblaðinu.

Í tilkynningunni segir einnig:

Körfu­boltalið frá Íslandi hef­ur ekki tekið þátt í móti á veg­um FIBA síðan 2007 þegar KR lék á móti Ban­vit frá Tyrklandi. Einnig breytti FIBA til­hög­un keppn­inn­ar að því leyti að eng­in for­keppni verður og var sú ákvörðun tek­in eft­ir að keppn­in var aug­lýst og keppn­is­gögn send til aðild­ar­fé­laga.  Upp­runa­lega áttu 64 lið að taka þátt en var fækkað í 56 lið.  Þar sem Ísland hef­ur ekki tekið þátt í keppn­inni und­an­far­in ár þá er Ísland neðst á styrk­leikalist­an­um og því komst KR ekki inn í keppn­ina í ár. 

F.h. Körfu­bolta­deild­ar KR
Guðrún Krist­munds­dótt­ir