Björn Einarsson hefur ákveðið að hann muni ekki koma til með að þjálfa kvennalið KR á komandi tímabili eins og ákveðið hafði verið í júní sl.  Björn sagði í snörpu samtali við Karfan.is að forsendur hefðu breyst þegar stjórnin ákvað að senda liðið ekki til leiks í úrvalsdeild.  "Ég yfirgaf toppklúbb til að þjálfar í úrvalsdeildinni en ekki í 1. deild. Ég var ekki sáttur við þá ákvörðun stjórnar að senda liðið niður í 1.deild en virði hinsvegar þá ákvörðun og geri þá ráð fyrir að klúbburinn virði mína ákvörðun." sagði Björn. 

 

 

Óvíst er hvað Björn komi til með að taka sér fyrir hendur í þjálfun en ljóst þykir að hann ætli sér að halda áfram á þeirri braut en þó bíður hans töluvert mikilvægara verkefni. "Nú fer ég og huga að syni mínum uppá spítala en það er lítið annað sem kemst fyrir hjá mér þessa dagana." sagði Björn að lokum. 

Óskum Birni og fjölskyldu alls hins besta í þeim verkefnum sem þau eiga í.