Björg Einarsdóttir hefur skrifað undir við lið Grindavíkur og bætist því í hóp efnilegra leikmanna sem hafa skrifað undir samning við UMFG. Grindavík.net greinir frá.

Björg kemur úr KR og er fædd árið 1992. Björg spilar sem bakvörður og er 165 cm á hæð og efnileg 3ja stiga skytta.
Grindvíkingar hafa verið að bæta verulega í leikmannahóp sinn síðustu misseri. Í gær skrifaði Helga Einarsdóttir undir samning við Grindavík en áður höfðu þær Íris Sverrisdóttir, Lilja Ósk Sigmarsdóttir og Ingunn Kristínardóttir samið við lið Grindavíkur

Tveir leikmenn Grindavíkur verða ekki með þeim í vetur en Pálína Gunnlaugsdóttir fór í Hauka og María Ben er í barneignarfríi og óljóst hvenær hún kemur til leiks á ný.