Þarfasti þjóninn á heimilinu verður stundum útundan þegar haldið er til útlanda en nú þurfa Berlínarfarar ekki að kvíða.  Bílahótel á Keflavíkurflugvelli hefur ákveðið að skella í Eurobasket tilboð fyrir þá sem eru á leiðinni að horfa á lið sitt etja kappi við þá bestu nú í vikunni.  Fyrir litlar 15.000 krónur fær bíllinn sannkallað dekur með alþrifi og geymslu á vöktuðu svæði á meðan keppninni stendur. Við heimkomu bíður svo bíllinn í skammtímastæði nánast inní fríhöfninni (eða um 80 m frá útgöngudyr)

 Fullt verð á þessari þjónustu er 23.000 kr. Til að panta þessa þjónustu er hægt að hafa samband í síma 421-5566 á milli 08-16 eða senda póst á bill@bilahotel.is og merkja beiðnina með "KKÍ" eða "Eurobasket tilboð"

Upplýsingar um Bílahótelið: 

Við brottför:

Bíl er lagt á skammtímastæðum (P1) næst innritunarsal flugstöðvarinnar. Þegar komið er að gjaldskylduhliði við inngang skammtímastæða er ýtt á hnapp við hliðið, með því móti er hægt að koma bíl inn á skammtímastæði við brottför án aukakostnaðar.

Mitt á milli innganganna í innritunarsal er sjálfsafgreiðusluborð merkt: Bílahótel. Þar er fyllt út verkbeiðni sem sett er í hólf á borðinu ásamt bíllyklinum. Í framhaldi af því nálgast starfsmenn Bílahótels bílinn og fara með hann í geymslu. 
 

Við komu:

Við heimkomu er aðstaða á vinstri hönd þegar komið er út úr tollinum, þar sem svæði Bílaleiganna er. Þar hefur lyklunum ásamt miða til að fara útaf stæði verið komið fyrir í lyklaboxi.

Lykiltölur að boxinu hafa þá verið sendar með SMS í síma þjónustukaupa.

Bíll eiganda bíður á skammtímastæði næst komusal merkt Bílahótel. Stæðin okkar eru staðsett ca 80 metra frá útgöngudyr, hjá rútustæðunum.