Ægir Þór Steinarsson einn af bakvörðum landsliðsins er sem stendur samningslaus. Ægir spilaði með Sundsvall síðustu leiktíð en ekki var gerður áframhaldandi samningur við kappann þar og því leitar hann sér liðs. Ægir segir vissulega áhuga frá liðum heima á íslandi en sagði hug sinn leita fyrst og fremst erlendis. Viðtal við Ægi má sjá hér að neðan.