Þeir kumpánar Ragnar Ágúst Nathanaelsson og Helgi Már Magnússon eiga báðir afmæli í dag og báðir eru þeir staddir í Póllandi með íslenska landsliðinu á æfingamóti fyrir EuroBasket.

Eftir langan og strangan dag í vinnunni voru þeir félagar leystir út með afmæliskökum, hvað annað. Helgi fagnar 33 ára afmæli sínu eins og áður hefur komið fram en Ragnar er 24 ára. 

Þess má geta að Helgi Már er mikill aðdáandi Patrick Ewing og því stórmerkilegur afmælisdagur í lífi Helga þar sem Ewing lék eins og kunnugt er í treyju nr. 33. Í dag er Helgi á leið á EuroBasket en Ewing eyðir dögum sínum í Charlotte að liðsinna Hornets við að eyða peningum Jordans á eins skynsamlegan hátt og völ er á.