Við hittum á þá Craig Pedersen þjálfara og Arnar Guðjónsson aðstoðarþjálfara nú á dögunum og heyrðum í þeim ítarlega um þeirra samstarf en þeir hafa ekki aðeins verið saman með íslenska landsliðið heldur stýra þeir einnig saman liði Svendborg í dönsku deildinni.  Þeir voru báðir sammála um að þeir hafa sitthvorn hlutinn að færa fram til liðsins og annað slagið koma um "ágreiningar" um hvernig eigi að gera hlutina, en Craig fannst það kannski full gróft að kalla þetta ágreining og vildi heldur tala um að það væri hægt að gera hlutina á marga vegu.  Hægt er að heyra í þeim köppum hér að neðan.