Nú eftir ca klukkutíma verður seinni æfingaleikurinn gegn Hollendingum í Laugardalshöllinni.  Liðið breytist eilítið frá síðasta leik. Þeir Ægir Þór Steinarsson, Helgi Magnússon og Sigurður Þorsteinsson koma inn í liðið fyrir þá Axel Kárason, Brynjar Þór Björnsson og Sigurð Þorvaldsson. 

 

 

 

Í snörpu samtali sagði þjálfarinn Craig Pedersen eiga við það lúxus vandamál að stríða að þurfa að fylla þau 12 sæti fyrir loka keppnina og því af þeim 15 manna hóp sem núna er við æfingar koma þrír til með að detta úr liðinu. 

 

Mynd: Helgi Már og Sigurður hita upp nú rétt í þessu í Höllinni.