Í dag eru átta dagar þangað til EuroBasket hefst. Okkar menn í íslenska landsliðinu eru staddir í Póllandi og hefja leik á æfingamóti þar í landi í dag kl. 18:00 að íslenskum tíma. Andstæðingar kvöldsins eru heimamenn.

Fyrir þá sem eru á leið til Berlínar að fylgjast með liðinu er vart annað tækt en að mæta til leiks í íslenska landsliðsbúningunum. Hægt er að kaupa búninginn á www.errea.is 

Búinn hefur verið til sérstakur afsláttarkóði sem þessum hóp stendur til boða að nota, sem heitir: EURO2015 – þá fær kaupandinn 20% afslátt af öllum KKÍ vörum, það er rúmlega Tax Free afsláttur.

Afsláttarkóði KKÍ og Errea vegna EuroBasket þarf að setja í reitinn fyrir neðan þegar verslað er: EURO2015

Hægt er að láta merkja treyjurnar líka og þarf að kaupa það sérstaklega á síðunni þegar pantað er.

Endilega nýtið ykkur þetta tilboð -Blá stúka í Berlín!