Nú í vikunni voru undirritaðir samningar um samstarf milli 66 North og Karfan.is  66 North (Sjóklæðagerðin) mun sjá til þess að  fréttaritarar og myndatökumenn Karfan.is sem fara til Berlínar verði vel klæddir og merktir í fatnaði frá 66 North. "Íslenska landsliðið í körfubolta er í fyrsta skipti komið á stórmót og því var ekki annað í stöðunni  en að fara í samstarf við fréttamiðilinn Karfan.is sem ætlar að fylgja liðinu eftir og tryggja flotta umfjöllun sem landsliðið á svo sannarlega skilið." sagði Fannar Páll Aðalsteinsson markaðsstóri 66 North í kjölfar undirritunar. 

 

Eins og flestir Íslendingar vita þá hefur 66 North haldið þjóðinni og okkar allra vöskustu sveinum (sjómönnum) bæði heitum og þurrum allt síðan 1926. Nú er lítið annað í stöðunni fyrir stuðningsmenn Íslands að næla sér í polóbol hjá 66 North í fánalitunum og svo auðvitað eina flíspeysu fyrir svöl kvöld í Berlín. 

 

Mynd (nonni@karfan.is):  Fannar Páll markaðsstjóri og Skúli Sig handsala samningi. Ein af erfingjum síðunnar sér svo til þess að allt fari vel fram.