Í dag eru 6 dagar í EuroBasket! Búist er við rúmlega 1000 Íslendingum í stúkunni í Berlín þar sem Ísland leikur í B-riðli ásamt Spánverjum, Serbum, Tyrkjum, Ítölum og Þjóðverjum. FIBA Europe hefur nú gefið út fyrirkomulagið um hvernig hlutunum verði háttað niður í öreindir.

Í þessari lokakeppni EuroBasket eru fjórir sex liða riðlar. Fjögur lið úr hverjum riðli munu komast upp úr riðlunum og halda áfram í keppninni. Tvö neðstu liðin í hverjum riðli ljúka þátttöku. 

Að lokinni riðlakeppninni tekur við 16 liða útsláttarkeppni. Þeir átta sigurvegarar sem standa uppi að útslættinum loknum halda áfram í undanúrslit og þaðan í úrslit. Þau lið sem komust í átta liða úrslit en ekki í undanúrslit munu leika um sæti. 

Leikið verður um 7. sæti mótsins þar sem það sæti gefur sæti í forkeppni Ólympíuleikanna ásamt sætunum fyrir ofan nema tvö efstu liðin sem tryggja sig beint inn á Ólympíuleikana í Ríó.

Nánar er hægt að lesa sér til um fyrirkomulagið hér