Í dag eru fimm dagar þangað til EuroBasket-veislan verður blásin í gang. Íslenska landsliðið hefur nú lokið keppni á æfingamótinu í Póllandi þar sem liðið tapaði gegn Pólverjum og stórt gegn Belgum en sigur vannst á Líbanon. Liðið er nú á leið til Berlínar þar sem það verður við æfingar fram að EuroBasket.

Fyrir þá sem ætla ekki að missa af neinu er vissara að skella sér í Play Store og hala niður EuroBasket-appinu (leitarorð t.d. FIBA Europe). Þar kennir ýmissa grasa,  úrslit, staðan í riðlum, video, fréttaflutninur, liðsumfjallanir og fleira…heilt mót í lófann á þér! 

Appið á að virka á flestum tækjum (Android 2,3 og uppúr).