Í dag eru 30 dagar þangað til B-riðillinn á EuroBasket verður gangsettur með opnunarviðureign heimamanna í Þýskalandi og Íslands. Því er ekki úr vegi að rifja upp að árið 1959 lék Ísland sinn fyrsta landsleik í körfuknattleik.

Fyrsti landsleikur Íslands var 16. maí 1959 við Dani í Kaupmannahöfn. Danir sigruðu 41-38. Þjálfari Íslands var Ásgeir Guðmundsson en hópinn skipuðu: 

Ingi Gunnarsson ÍKF, Birgir Örn Birgis Ármanni, Gunði Guðnason ÍS, Þórir Arinbjarnarson ÍS, Jón Eysteinsson ÍS, Kristinn Jóhannsson ÍS, Þorsteinn Hallgrímsson ÍR, Lárus Lárusson ÍR, Ingi Þorsteinsson KFR, Guðmundur Árnason KFR, Ólafur Thorlacius KFR og Friðrik Bjarnason ÍKF. 

Fyrri leikurinn við Hollenda á morgun, föstudag, verður 495. landsleikur Íslands í sögunni. 

Mynd/ Hörður Axel Vilhjálmsson leikmaður MBC í Þýskalandi.