Þá eru 29 dagar þangað til EuroBasket 2015 hefst. Að þessu sinni þá eru strákarnir okkar gestgjafar í kvöld þegar Ísland og Holland mætast í Þorlákshöfn í vináttulandsleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Icelandic Glacial Höllinni.

Landsleikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu hjá RÚV 2 en liðin mætast svo aftur á sunnudag í Laugardalshöll og verður sá leikur í beinni á aðalrás RÚV. 

Í hollenska hópnum eru meðal annars fyrrum NBA-leikmaðurinn og fyrrum samherji Jóns Arnórs Stefánssonar, Henk Norel, en þeir léku saman hjá CAI Zaragoza á Spáni. Einnig eru þar að minnsta kosti tveir íslandsvinir sem leikið hafa hér á landi. KR-ingurinn Jason Dourisseau (2008-2009) er í hópnum sem og Sean Cunningham sem lék með Tindastól (2010-2011) og eru þeir báðir á leið til landsins að nýju.

Almenn miðasala er hafin á leikina og fer hún fram á www.tix.is

Miðaverð er 1.000 kr. fyrir 16 ára og yngri og 2.000 kr. fyrir fullorðna.

Mynd/ Ægir Þór Steinarsson leikmaður íslenska landsliðsins.