Í dag eru 27 dagar þangað til lokakeppni EuroBasket hefst og í dag er síðasti leikur íslenska landsliðsins hér heima áður en liðið heldur ytra á æfingamót og frá þeim til Þýskalands á stóra sviðið. Viðureign Hollands og Íslands fer fram í Laugardalshöll í dag og hefst kl. 16:00.

Ísland vann fyrri leikinn á föstudag 80-55 með öflugum varnarleik. Tekst strákunum okkar að sauma jafn vel að gestum sínum í dag? Miðasala fer fram á tix.is sem og við inngang Laugardalshallar en fyrir þá sem komast ómögulega í Laugardalinn verður RÚV með leikinn í beinni útsendingu. 

Fjölmennum í Höllina og kveðjum strákana með viðeigandi hætti! 

Mynd/ nonni@karfan.is – Axel Kárason