Nike og Adidas hafa jafnan verið að slást um stóru bitana í NBA deildinni og þó svo að Nike hafi yfirleitt verið þar ofaná sáu þeir í vikunni á eftir James Harden sem mun koma til með að vera í Adidas skóm til næstu 13 ára.  Fyrir vikið þá munu Adidas greiða Harden heilar 200 milljónir dollara fyrir "ómakið" Ofaná þessa "aukavinnu" þá þénar Harden heilar 15.8 milljónir dollara hjá Houston Rockets og á ferli sínum hefur hann rakað inn 47 milljónir dollara samkvæmt tölum frá miðlum vestra hafs. 

 

Það ætti því ekki að væsa um kappann á næstu árum þar að segja ef þetta fer ekki allt í hnút hjá honum eins og svo mörgum sem hafa staðið í sömu sporum. 

En hvað gæti svo Harden keypt fyrir þennan pening.  Setjum upp smá dæmi þar sem Harden hefur opinberlega látið í ljós aðdáun sína á Polo bolum frá Ralph Lauren. Þrír slíkir í pakka kosta um 42 dollara pakkinn. Það þýðir að hann gæti keypt sér 4,798,464 pakka sem gera þá 14,395,392 bolir. Segjum að hann noti einn bol á dag þá þýðir það að hann myndi ekki þurfa að versla sér bol fyrr en eftir 39 þúsund ár!!!