Í dag er 20 dagar þangað til EuroBasket hefst. B-riðill Íslands fer fram í Berlín í Þýskalandi og fimmti og síðasti leikur okkar í riðla keppni á mótinu verður gegn Tyrkjum kl. 21:00 að staðartíma. Við ætlum að kíkja aðeins á fjögt lið Tyrkja. 

 

Tyrkir hafa líkt og önnur lið í riðlinum úr sterkum leikmönnum að moða. Besti árangur þeirra á Eurobasket hingað til var annað sætið árið 2001 þegar þeir töpuðu úrslitaleiknum gegn þá verandi Júgóslavíu.  Mikil eftirvænting var einmitt fyrir þennan leik að sjá þá Turkuglu og Predrag Sjojakovic mætast í úrslitaleik. Sú rimma hinsvegar varð aldrei nein flugeldasýning en leikurinn sjálfur endaði með 69:78 sigri Júgóslavíu.  Tyrkjum hefur hinsvegar ekki gengið vel á síðustu mótum og 2013 endaði liðið í 17. sæti

 

Án þess að undirritaður sé mikill fræðimaður um þetta tyrkneska lið þá er augljóst að þeir mæta til leiks gríðarlega sterkir. Flestir leikmenn liðsins leika sterkustu deildum Evrópu og svo eru það þeir Ömer Asik (Pelicans), Ersan Ilyasova (Pistons), Furkan Aldemir (76ers) og svo auðvitað þeir Turkuglu (Clippers) og Enes Kanter (Thunder) sem allir eru í NBA deildinni.Tyrkir skarta svo líka Robert Dixon sem eins og nafnið gefur til kynna sleit ekki barnskóm sínum í Tyrklandi heldur í Bandaríkjunum.  Sum sé Tyrkir þó þeir séu kannski eins þekktir og þessi stóru lið sem eru í riðlinum þá eru þetta engir aukvisar

 

 Þjálfari liðsins er svo Ergin Ataman, heimamaður sem hefur marga fjöruna sopið í boltanum og ásamt því að stýra landsliðinu stýrir hann liði Galatasary.  Á heimasíðu FIBA eru Tyrkir taldir 6. sterkasta þjóðin á mótinu. Tyrkir spiluðu nú í vikunni gegn mótherjum Íslands í forkeppninni, Bosníu og skemst frá því að segja þá sigruðu Tyrkir, 66:58. Deginum eftir sigruðu þeir svo lið Túnis. Og svo í gær unnu þeir gríðarlega stóran sigur gegn liði Grikkja 73:64 sem á líklega eftir að koma Tyrkjum ofar í styrkleikatöflu FIBA Europe. 

 

Viðureign Íslands og Tyrklands er í Berlín þann 10. september kl 21:00 í