Í dag eru 16 dagar þangað til EuroBasket hefst en Ísland leikur í B-riðli sem fram fer í Berlín í Þýskalandi. Í gær hélt íslenska liðið út til Eistlands og í kvöld er fyrsti leikur liðsins á æfingamótinu Toyota Four Nations Cup.

Ásamt heimamönnum í Eistlandi leika Ísland, Holland og Filippseyjar á mótinu. Fyrsti leikur íslenska liðsins er í kvöld kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 17:00 að íslenskum tíma þar sem þrigggja tíma mismunur er á Íslandi og Eistlandi. 

Í dag er leikið gegn heimamönnum, á morgun gegn Hollandi og lokaleikurinn á mótinu hjá strákunum okkar er gegn Filippseyjum á sunnudag. 

Karfan.is mun fjalla ítarlega um mótið en í morgun hélt Skúli Sigurðsson út og er þegar byrjaður að skrá niður ferðasöguna á Snapchat – Karfan.is 

Eins og áður hefur komið fram í sbv. mótið í Eistlandi fór Sigurður Þorvaldsson ekki með í ferðina en hann hefur þó ekki verið settur úr hópnum og því áfram 15 sem skipa æfingahóp landsliðsins. Áður en langt um líður þarf Ísland þó að tilkynna 12 manna hóp fyrir EuroBasket í Berlín.