Í dag eru 15 dagar þangað til EuroBasket hefst en Ísland leikur í B-riðli sem fram fer í Berlín í Þýskalandi. Okkar menn eru nú staddir úti í Eistlandi en íslenska liðið mátti fella sig við 20 stiga ósigur gegn heimamönnum í gær.

Andstæðingur okkar í dag eru Hollendingar en þjóðirnar skiptu á milli sín tveimur vináttulandsleikjum fyrir nokkrum dögum þar sem Ísland vann stórsigur í Þorlákshöfn en Hollendingar mörðu okkar menn í Laugardalshöll. 

Þá mætast heimamenn og Filippseyjar í hinum leik dagsins en mótinu lýkur svo á morgun þegar Ísland og Filippseyjar eigast við. Hollandi hafði í gær öruggan 89-62 sigur gegn Filippseyjum.