Í dag eru 13 dagar þangað til EuroBasket hefst en Ísland leikur í B-riðli sem fram fer í Berlín í Þýskalandi. Okkar menn eru nú væntanlegir til landsins eftir silfurverðlaun á Toyota Four Nations Cup í Tallin í Eistlandi. Íslenska liðið lá þar gegn heimamönnum en hafði sigur á Hollendingum og Filippseyjum.

Nú herðir á dalinn hjá landsliðinu því það stoppar stutt heima og um miðja vikuna er haldið út til Póllands og okkar menn ekki væntanlegir heim fyrr en að loknu EuroBasket í september. Eins og Finnur Freyr Stefánsson annar tveggja aðstoðarþjálfara landsliðsins gaf út við okkur í Póllandi þá verður tólf manna hópurinn valinn áður en farið verður til Póllands. Einungis má velja 12 leikmenn svo nú er komið að þriggja manna niðurskurði á íslenska hópnum. 

Mótið í Póllandi er dagana 28.-31. ágúst næstkomandi og heldur liðið til Berlínar þann 31. ágúst frá Póllandi. Í Póllandi verður leikið gegn heimamönnum, Belgum og Líbanon.