Í dag eru 11 dagar til stefnu og þá skellur á EuroBasket. Ísland leikur í B-riðli sem fram fer í Berlín í Þýskalandi. Í dag er komið að stóru stundinni hvað strákana okkar varðar og 12 manna hópurinn verður kynntur til sögunnar í hádeginu.

Ferðin hjá okkar mönnum hefur verið löng og ströng og allir á tánum frá Smáþjóðaleikunum. Flestir gera sér grein fyrir því að hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir leikmenn sem fara í risavaxinn glugga í einhvern sterkasta riðill sögunnar sem settur hefur verið saman á EuroBasket. 

Það er kannski við hæfi að þakka sérstaklega öllum þeim sem lagt hafa lóð sín á vogarskálarnar með landsliðinu þetta sumarið og hafa nú verið settir út úr hópnum en aðeins má velja 12 leikmenn. Þetta þýðir að Ísland þarf í dag að tilkynna 12 manna hópinn og af þeim 15 sem hafa verið með liðinu undanfarið verða því þrír leikmenn sem fara ekki með til Póllands og þ.a.l. ekki með til Berlínar. Karfan.is mun að sjálfsögðu greina frá hópnum um leið og hann er tilbúinn. 

Hér að neðan er hópurinn sem var valinn til æfinga fyrir Smáþjóðaleikana fyrr á þessu ári. Rauðir eru þeir sem ekki eru enn í hópnum:

Axel Kárason – Svendborg, Danmörk · Framherji · f. 1983 · 192 cm · 34 landsleikir
Brynjar Þór Björnsson – KR · Bakvörður f. 1988 · 192 cm · 39 landsleikir 
Dagur Kár Jónsson – Stjarnan · Bakvörður · f. 1995 · 186 cm · Nýliði
Darri Hilmarsson – KR · Framherji · f. 1987 · 190 cm · 1 landsleikur
Elvar Már Friðriksson –Barry University USA /Njarðvík · Bakvörður · f. 1994 ·182 cm · 8 landsleikir
Emil Barja – Haukar · Bakvörður · f. 1991 · 193 cm · Nýliði
Finnur Atli Magnússon – Haukar · Miðherji · f. 1985 · 208 cm · 19 landsleikir
Grétar Ingi Erlendsson – Þór Þorlákshöfn · Miðherji · f. 1983 · 198 cm · Nýliði
Haukur Helgi Pálsson – LF Basket, Svíþjóð· Framherji · f. 1992 · 198 cm · 29 landsleikir
Helgi Már Magnússon – KR · Framherji · f. 1992 · 192 cm · 80 landsleikir
Hlynur Bæringsson – Sundsvall Dragons, Svíþjóð · Miðherji · 1982 · 200 cm · 79 landsleikir 
Hörður Axel Vilhjálmsson – Trikala, Grikkland · Bakvörður · f. 1988 · 190 cm · 35 landsleikir
Jakob Örn Sigurðarson – Boras, Svíþjóð · Bakvörður f. 1982 · 190 cm · 67 landsleikir
Jón Arnór Stefánsson – án liðs · Bakvörður · f. 1982 · 196 cm · 72 landsleikir
Jón Axel Guðmundsson – Grindavík · Bakvörður · f. 1996 · 195 cm · Nýliði
Kristófer Acox – Furman University USA / KR · Framherji · f. 1993 · 196 cm · Nýliði
Logi Gunnarsson – Njarðvík · Bakvörður f. 1981 · 192 cm · 105 landsleikir
Martin Hermannsson – LIU University USA / KR · Bakvörður · f. 1994 · 190 cm · 19 landsleikir
Matthías Orri Sigurðarson – Colombus State University / ÍR · Bakvörður · f. 1994 · 185 · Nýliði
Ólafur Ólafsson – St. Clemente – Frakkland · Framherji · f. 1990 · 194 cm · 9 landsleikir
Pavel Ermolinskij – KR · Bakvörður · f. 1987 · 202 cm · 44 landsleikir
Pétur Rúnar Birgisson – Tindastóll · Bakvörður · f. 1996 · 185 cm · Nýliði
Ragnar Ágúst Nathanaelsson – Þór Þorlákshöfn · Miðherji · f. 1991 · 218 cm · 19 landsleikir
Sigurður Ágúst Þorvaldsson – Snæfell · Framherji · f. 1980 · 202 cm · 53 landsleikir
Sigurður Gunnar Þorsteinsson – án liðs · Miðherji · f. 1988 · 204 cm · 44 landsleikir
Sveinbjörn Claessen – ÍR · Bakvörður · f. 1986 · 194 cm · 5 landsleikir
Tómas Heiðar Tómasson – Stjarnan · Bakvörður · f. 1991 · 187 cm · Nýliði
Tryggvi Snær Hlinason – Þór Akureyri · Miðherji · f. 1997 · 213 cm · Nýliði
Ægir Þór Steinarsson – án liðs · Bakvörður · f. 1991 · 182 cm · 17 landsleikir