Í dag eru 10 dagar þangað til EuroBasket verður flautað í gang! Ísland leikur í B-riðli sem fram fer í Berlín en landsliðið heldur nú áleiðis til Póllands á æfingamót og að því loknu ferðast okkar menn yfir til Berlínar.

Fyrsti leikur í æfingamótinu í Póllandi er gegn heimamönnum kl. 18:00 að íslenskum tíma föstudaginn 28. ágúst. Á laugardag er leikið gegn Líbanon kl. 15:30 og lokaleikurinn er gegn Belgíu kl. 13:30. 

Þann 31. ágúst heldur íslenska liðið yfir til Berlínar og verður þar við æfingar fram að móti. 

Af Pólverjum er það að frétt að þeir hafa gert eina breytingu á lokahóp sínum fyrir EuroBasket. Dardan Berisha var í 12 manna hópnum en á mánudag var honum skipt út fyrir Robert Skibniewski. Ákvörðunin kom eftir ERGO Supercup mótið þar sem Pólverjar höfðu sigur gegn Tyrkjum en töpuðu gegn Þjóðverjum og Lettum á sama móti.