U18 ára lið kvenna tapaði í dag gegn liði Luxemburg í B riðli. Íslenskaliðið setti niður 41 stig gegn 52 stigum gegn Luxemburg en Ísland leiddi í hálfleik með 1 stigi, 23:22.  Ísland hóf leikinn af krafti og skoraði 18 stig í fyrsta fjórðung en voru svo í basli með sóknarleik sinn það sem eftir lifði leiks og annar leikhluti var þeim einstaklega erfiður þar sem þær settu aðeins 5 stig.

 

Varnarleikur þeirra var hinsvegar prýðilegur eins og tölur leiksins gefa til kynna.  Dagný Davíðsdóttir var stigahæst að þessu sinni með 12 stig og henni næst var Sylvía Hálfdánardóttir með 8 stig. 

 

Næsti leikur liðsins er gegn Danmörku.