Ísland sendi í morgun þrjú landslið utan til Danmerkur. U15 ára lið karla og kvenna halda á Copenhagen Invitational mótið en U20 ára landslið kvenna tekur þátt í Norðurlandamótinu sem einnig fer fram í Kaupmannahöfn. U20 stelpurnar hafa einnig tekið yfir Snapchat-reikning Karfan.is, fylgist vel með þeim á Snappinu okkar.

Alls fara 24 leikmenn, fjórir þjálfarar, tveir dómarar og einn sjúkraþjálfari á U15 ára mótið en við bendum líka á Facebook-síðu Copenhagen Invitational.

U20 – Norðurlandamót
Ásamt Íslandi taka Svíþjóð, Danmörk og Eistland þátt í mótinu í ár. 

Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Sólrún Inga Gísladóttir · Haukar
Lovísa Björt Henningsdóttir · Marist Collage USA / Haukar
Hallveig Jónsdóttir · Keflavík
Sylvía Hálfdanardóttir · Haukar
Ingunn Embla Kristínardóttir · Keflavík
Sara Diljá Sigurðardóttir · Valur
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar
Guðlaug Björt Júlíusdóttir · Grindavík
Sandra Lind Þrastardóttir · Keflavík
Marín Laufey Davíðsdóttir · Keflavík
Sara Rún Hinriksdóttir · Canisius Collage USA / Keflavík
Sólrún Sæmundsdóttir · KR

Bjarni Magnússon · Þjálfari
Andri Þór Kristinsson · Aðstoðarþjálfari
Guðbjörg Norðfjörð · Fararstjóri
María Björnsdóttir · Sjúkraþjálfari
Davíð Kr. Hreiðarsson · Dómari

Hægt verður að fylgjast með leikjum beint á netinu og stöðu mótsins hérna

Mynd/ Það eru alltaf góð tíðindi að vita af Marín í baráttunni en hún leikur með U20 landsliðið Íslands.