Sigur i fyrsta leik U15 landsliðs karla eftir spennandi lokasekúndur 67-65 gegn frændum okkar Dönum. Fyrri hálfleikur einkennist af miklum áhlaupum beggja liða og seinni hálfleikur hnífjafn og spennandi þar sem úrslitin duttu okkar megin i lokin. 

 

Ingvar Hrafn setti fyrstu stig strákanna á erlendri grundu þegar hann fékk flotta sendingu eftir góða leikfléttu strákanna. Danir byrjuðu þó leikinn betur og skoruðu næstu 6 stig. Í stöðunni 10-4 fyrir Dani settu strákarnir í gír og smelltu 9 stigum gegn engu. Eftir þetta var leikurinn jafn og staðan eftir fyrsta leikhluta 18-15.

 

Danir hófu annan leikhluta af miklum krafti og skoruðu fyrstu 7 stig i röð og komust yfir 22-18. Þá skelltu okkar strákar í lás í vörninni og náðu hraðaupphlaupum. 13 stig á töfluna gegn engu. Glæsilegur kafli strákanna þar sem þeir loksins áttuðu sig á stífri vörn Dana og léku oft á tíðum vel á þessum kafla.

 

Danir tóku leikhlé og komu sjálfir með flott áhlaup fyrir lok fyrri hálfleiks 8-0 staðan i hálfleik 34-33 Íslandi i vil. Sigvaldi og Arnór fóru fyrir stigaskorinu i leikhlutanum, Sigvaldi með 6 og Arnor 5. Þriðji og fjórði leikhluti voru keimlíkir þar sem bæði lið börðust vel og lögðu sig fram. Mikil stöðubarátta fór fram og mistök á báða bóga.

 

Danirnir höfðu þó komist 2 stigum yfir i lok þriðja hluta. Fjórði hluti var síðan járn i járn allt fram á síðustu mínútur en i stöðunni 60-58 fyrir Dani skoruðu Íslendingar 7 stig gegn engu með 5 stigum frá Arnóri og 2 Brynjari. 65-60 og rétt rúm mínúta eftir. Smá fát kom þá á okkar menn sem þó náðu að sigla þessu i höfn með 2 vitum frá Hilmari Smára og loks mikilvægu varnarstoppi á lokasekúndu leiksins.

 

Glæsilegur sigur strákanna i þeirra fyrsta opinbera landsleik og mátti sjá einkenni Íslenskra liða, samheldni, vinnusemi og fórnfýsi sem þeirra aðal vopn. Stigahæstu menn i íslenska liðinu voru Arnór með 26 stig, Brynjar og Hilmar með 10 stig hvor, Sigvaldi setti 8, Hilmar Smári 5 og Ingvar og Hafsteinn sín 4 stigin hvor. Næst spila íslensku strákarnir síðar í dag gegn Rúmeníu sem tapaði stórt gegn Eistum. Spennandi verður að sjá hvernig strákarnir koma stefndir til þess leiks.

 

Texti: Ingvar Guðjónsson

Mynd: Sævaldur Bjarnason