"Við erum að fylla í þau skörð sem hafa myndast í hópinn og erum mjög ánægðir með þessa tvo nýju liðsmenn." sagði Gunnar Örlygsson formaður kkd. Njarðvíkur nú rétt í þessu en Njarðvíkingar voru að skrifa undir samning við þá Hjalta Friðriksson fyrrum ÍR-ing og svo Sigurð Dag Sturluson ungum uppöldum leikmanni Njarðvíkinga sem snýr aftur í Gryfjuna. 

 

Hjalti hefur verið með þeim ÍR-ingum síðan 2011 og er 200 cm hár miðherji sem ætlað er að fylla skarð það sem Snorri Hrafnkelsson skildi við sig. Hjalti skoraði um 12 stig í þeim 22 deildarleikjum sem hann spilaði fyrir ÍR á síðasta tímabili og tók einhver 5 fráköst á leik. 

 

Sigurður Dagur er að snúa aftur heim til Njarðvíkur en hann spilaði með félaginu upp alla yngriflokka áður en hann hélt til Stjörnunar árið 2012 þar sem hann hefur verið síðan.