ÍR-ingar hafa gengið frá samkomulagi við Hamid Dicko sem lék með félaginu á síðustu leiktíð.

 

Dicko skoraði 5,3 stig og tók 2,7 fráköst á rúmlega 19 mínútum með ÍR í fyrra en jafnfram gaf hann 1,8 stoðsendingar og stal 1,3 boltum. 

 

Elvar Guðmundsson, formaður kkd ÍR var að vonum glaður með þessi tíðindi. "Stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR er ánægð með að hafa tryggt sér krafta Hamids á næsta timabili," sagði Elvar í stuttu spjalli við Karfan.is. "Hann kom sterkur inn í liðið á liðnu timabili, innan sem utan vallar og vonandi verður hann en öflugari á komandi timabili."

 

Mynd: Elvar og Hamid handsala samninginn fyrr í dag (ÍR)