Miðherjinn Finnur Atli Magnússon samdi í dag við Hauka í Domino´s-deild karla og segir leikmaðurinn því skilið við uppeldisklúbbinn sinn KR. Finnur kvaðst í viðtali við Karfan TV vera spenntur fyrir hópnum og að takast á við leiðtogahlutverkið. Haukar hafa á ungum og öflugum hópi að skipa sem Finnur færir töluverða reynslu.

Í dag framlengdu einnig fimm af máttarstólpum liðsins við Hauka en það voru þeir Emil Barja, Haukur Óskarsson, Kristinn Marinósson, Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson. Helstu breytingar sem hafa því orðið á liði Hauka til þessa eru þær að Sigurður Þór Einarsson er hættur og þá er Alex Frances einnig farinn en Finnur Atli Magnússon genginn til liðs við félagið.

Viðtal við Finn Atla

 

Myndir/ nonni@karfan.is – Frá samningagerðum í Schenkerhöllinni í dag. Á efri myndinni eru Finnur Atli og Kjartan Freyr Ásmundsson formaður KKD Hauka. Á þeirri neðri frá vinstri eru: Hjálmar Stefánsson, Kristinn Marinósson, Haukur Óskarsson, Emil Barja, Kári Jónsson og Kjartan Freyr.