Erik Olson mun þjálfa lið FSu áfram eftir að hafa komist að samkomulagi um framlengingu á samning sínum við forráðamenn félagsins. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu FSu.

 

Erik mun þá hefja sitt fjórða ár með félagið en undir hans stjórn hefur liðið tekið stöðugum framförum ár eftir ár sem tryggði liðinu sæti í efstu deild.

 

Mikil ánægja hefur verið með hans störf eftir því sem fram kemur á vefsíðu FSu og kom aldrei neitt annað til greina en að reyna að halda honum áfram hjá félaginu. Mikil spenna er fyrir komandi leiktímabili innan liðsins og mikil ánægja að hafa náð samningum við Erik.