Keflvíkingar hafa samið við Magnús Má Traustason sem verður því annar leikmaðurinn úr röðum Njarðvíkinga til þess að arka yfir „lækinn“ og ganga í raðir Keflavíkur síðustu misseri. Á dögunum samdi Ágúst Orrason einnig við Keflvíkinga.

Magnús Már verður nítján ára síðar á árinu en hann varð m.a. bikarmeistari með unglingaflokki Njarðvíkinga í vetur eftir frækinn sigur á FSu þar sem Magnús var með 17 stig í leiknum.

Eins og gefur að skilja eru þessi tvö nágrannalið erkifjendur í körfuknattleik og hræringarnar síðustu daga hafa vafalítið komið hreyingu af stað á dansgólfinu.