Tveir leikir fara fram í Domino´s deild karla í kvöld en þá mætast Keflavík og Skallagrímur í Keflavík og Fjölnir tekur á móti Snæfell í Dalhúsum. Í 1. deild karla eru einnig tveir leikir og þá er leikið í öðrum neðri deildum og yngri flokkum. Magnús Þór Gunnarsson sem skrifaði undir samning við Skallagrím í gær mætir með Borgnesingum til Keflavíkur í kvöld en eins og flestum er kunnugt er Keflavík uppeldisklúbbur Magnúsar. Þá frumsýna Keflvíkingar sinn nýjasta leikmann en sá heitir Davon Usher og fyllir það skarð sem Will Graves skyldi eftir sig þegar hann var seldur til Ísrael.
 
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15
 
Keflavík – Skallagrímur
Fjölnir – Snæfell
 
Leikir kvöldsins í 1. deild karla
 
19:15 Hamar – Höttur
19:30 Valur – ÍA