Þór frá Þorlákshöfn lokuðu 12. umferð Dominosdeildar karla með sigri í Hertz hellinum gegn ÍR 101-114. Frábær sóknarleikur gestanna varð döprum varnarleik heimamanna ofviða. ÍR-ingar eru enn í vandræðum með að skila sigri í hellinum. Hafa enn sem komið er aðeins unnið einn leik þar.  Þórsarar innsigluðu sjötta sigur sinn í kvöld. 
 
Úrvalsdeild karla, Deildarkeppni
 
ÍR-Þór Þ. 101-114 (28-30, 21-31, 29-26, 23-27)
ÍR: Trey Hampton 40/8 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Matthías Orri Sigurðarson 28/4 fráköst/9 stoðsendingar, Hamid Dicko 11, Kristján Pétur Andrésson 8, Ragnar Örn Bragason 6/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 4, Sæþór Elmar Kristjánsson 4, Dovydas Strasunskas 0, Kristófer Fannar Stefánsson 0, Daníel Freyr Friðriksson 0. 
Þór Þ.: Vincent Sanford 42/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 17/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 15, Grétar Ingi Erlendsson 15/7 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 8/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7/7 stoðsendingar, Nemanja Sovic 6/4 fráköst, Oddur Ólafsson 4, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0. 
Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Jón Bender, Davíð Kristján Hreiðarsson
 
Mynd:  Tómas Heiðar Tómasson skoraði 15 stig fyrir Þór Þorlákshöfn í kvöld. (JBÓ)