Í kvöld lauk átta liða úrslitum í Poweradebikarkeppni karla í körfuknattleik. Það er því ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit á morgun. Skallagrímur og Stjarnan tryggðu sér farseðlana i bikarskálina frægu með sigrum í kvöld og Keflavíkurkonur skelltu Breiðablik og verða í pottinum á morgun þegar dregið verður.
 
 
Úrslit kvöldsins:
 
Poweradebikarkeppni karla
Skallagrímur 89-86 Fjölnir
Hamar 83-102 Stjarnan
 
Poweradebikarkeppni kvenna
Keflavík 87-52 Breiðablik
 
Liðin í pottinum í karlaflokki:
KR
Tindastóll
Skallagrímur
Stjarnan
 
Liðin í pottinum í kvennaflokki:
Keflavík
Grindavík
Snæfell
Njarðvík
 
Þá mættust Valur og KFÍ í 1. deild karla þar sem heimamenn í Val fóru með 78-55 sigur af hólmi.
  
Mynd úr safni/ Tracy Smith var með 30 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar í liði Borgnesinga í kvöld.