Unicaja Malaga lagði Rio Natura Monbus í ACB deildinni á Spáni í dag. Lokatölur 80-69 Unicaja í vil. Jón Arnór Stefánsson lék í tæpar sex mínútur í leiknum en tókst ekki að skora. Atkvæðamestur í liði Unicaja var Carols Suárez með 13 stig.
Unicaja trónir á toppnum á Spáni með 13 sigra og 2 tapleiki. Næsti deildarleikur Unicaja er af stærri gerðinni en þá fara Jón og félagar í heimsókn til Barcelona svo um svakalegan toppslag verður að ræða.