Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV tilkynnti á Twitter fyrr í dag að tveir af undanúrslitaleikjunum í Powerade bikarnum yrðu sýndir í beinni útsendingu.
 
Um er að ræða Keflavík-Snæfell í undanúrslitum bikarkeppni kvenna, sem leikinn verður á laugardaginn kl. 16:30 og KR-Tindastóll í undanúrslitum bikarkeppni karla, sem leikinn verður á mánudagskvöldið kl. 19:15.
 
Þetta verða tveir risastórir leiki því hér er um að ræða tvö bestu lið Dominosdeildar kvenna og einnig tvö bestu lið Dominosdeildar karla.
 

 

 
Mynd: Tvö bestu lið beggja Dominosdeilda mætast í undanúrslitum Poweradebikarsins (Hjalti Árnason).