Í kvöld hefst fjórtánda umferðin í Domino´s deild karla. Fjórir leikir eru á hlaðborðinu sem allir hefjast vitaskuld kl. 19:15. Þá er einn leikur í 1. deild karla þegar FSu tekur á móti ÍA og tveir leikir í yngri flokkum. Toppslagur Domino´s deildarinnar fer fram í Síkinu á Sauðákróki í kvöld, ráð að mæta snemma því Síkið verður þéttsetið enda frítt inn á leikinn fyrir stuðningsmenn beggja liða í boði K-Tak.
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15
Grindavík – Stjarnan
Tindastóll – KR
ÍR – Njarðvík
Fjölnir – Haukar
Leikir kvöldsins í 1. deild karla, 19:15
FSu – ÍA