Átjánda umferð Domino´s deildar kvenna fer fram í kvöld og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 19:15. Stórleikur kvöldsins er toppslagur Íslandsmeistarar Snæfells og Keflavíkur en viðureignin verður í beinni á netinu hjá SportTV. Um mikilvægan leik er að ræða þar sem Snæfell hefur fjögurra stiga forystu á Keflavík á toppi deildarinnar.
 
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild kvenna, 19:15:
 
Snæfell – Keflavík
Grindavík – KR
Hamar – Haukar
Breiðablik – Valur
 
Staðan í Domino´s deild kvenna
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Snæfell 16/1 32
2. Keflavík 14/3 28
3. Haukar 11/6 22
4. Grindavík 11/6 22
5. Valur 9/8 18
6. KR 3/14 6
7. Hamar 3/14 6
8. Breiðablik 1/16 2
 
 
Þá er einn leikur í bikarkeppninni í 10. flokki karla þar sem Skallagrímur/Reykdælir taka á móti KR í Borgarnesi kl. 20:00 en það lið sem vinnur í kvöld mætir Keflavík í undanúrslitum.
  
Mynd/Davíð Eldur – TM-Höllinn verður m.a. vettvangur glímu milli Carmen Tyson-Thomas og Kristen Denise McCarthy í kvöld, Thomas er næstframlagshæsti leikmaður deildarinnar með 32,12 framlagsstig að meðaltali í leik en McCarthy er sú fjórða framlagshæsta með 30,24 framlagsstig að meðaltali í leik. Þetta verður alvöru!