Í kvöld lýkur 12. umferð í Domino´s deild karla þegar ÍR og Þór Þorlákshöfn mætast í Hertz-Hellinum kl. 19:15. Fyrir leik kvöldsins er ÍR eitt af þremur botnliðum deildarinnar með 4 stig en Þór í 9. sæti með 10 stig.
 
 
Rimmur þessarra tveggja liða eiga sér ekki langa sögu í úrvalsdeild. Þau mættust í fyrsta sinn á heimavelli ÍR árið 2004 þar sem ÍR hafði betur. Fyrsti sigur Þórs gegn ÍR á útivelli kom 2011 en sá leikur fór 92-101 en ÍR-ingar höfðu betur á síðustu vertíð þegar leikar fóru 95-85. Alls hafa liðin mæst fimm sinnum á heimavelli ÍR og hefur ÍR betur eins og staðan er í dag, 3-2. Þá hafa liðin aldrei mæst í úrslitakeppninni.
 
Staðan í Domino´s deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. KR 12/0 24
2. Tindastóll 10/2 20
3. Keflavík 7/5 14
4. Stjarnan 7/5 14
5. Haukar 7/5 14
6. Njarðvík 6/6 12
7. Snæfell 6/6 12
8. Grindavík 5/7 10
9. Þór Þ. 5/6 10
10. Skallagrímur 2/10 4
11. ÍR 2/9 4
12. Fjölnir 2/10 4