Tobin Carberry, leikmaður Hattar á Egilsstöðum í 1. deild karla gerði sér lítið fyrir og setti 50 stig á FSu í kvöld. Hann þurfti aðeins 28 skot utan af velli til þess en hann setti niður 17 af þeim. Hann var 10/10 í vítum og setti niður 2 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 
 
Carberry bætti við 10 fráköstum og 4 stoðsendingum. Framlagsstuðull hans í leiknum var einnig 50.
 
Carberry er vafalítið langbesti leikmaður 1. deildar með 43,2 PER; 50,9% eFG%; og Assist/Turnover ratio í 4,063 sem er langhæst í deildinni. Carberry er með 60% sóknarnýtingu og skorar 1,209 stig per sókn.