Fyrri hálfleikur var hnífjafn og Stjörnumenn komu mjög grimmir til leiks og voru ákveðnir í að láta Tindastólsmenn hafa fyrir þessum fyrta leik ársins. Shouse og Frye stjórnuðu leiknum til skiptis og Jón Orri sýndi gríðarlega baráttu í fráköstunum. Tindastólsmenn voru í vandræðum í sóknarleiknum og náðu ekki að stoppa Stjörnumenn hinumegin. Leikurinn var þó í járnum eins og áður segir, Svavar Atli átti stóran þrist um miðjan annan leikhluta sem virtist kveikja í heimamönnum sem náðu 7 stiga forystu í kjölfarið. Þeir náðu þó ekki að hrista Stjörnumenn af sér og staðan í hálfleik var 47-44 heimamönnum í vil. Risaþristar frá Frye og Shouse héldu gestunum inni í leiknum.
 
 
 
Stjörnumenn byrjuðu svo seinni hálfleik gríðarsterkt og eftir rúmar 5 mínútur voru þeir komnir með 11 stiga forskot, 65-54. Þá skelltu heimamenn hreinlega í lás og næstu 10 mínútur leiksins voru með hreinum ólíkindum. Með gríðarlegri baráttu og hreint frábærum varnarleik náðu Stólarnir 30-5 áhlaupi og þegar tæpar 4 mínútur voru eftir var staðan orðin 84-70! Frye var farinn útaf með 5 villur og Stjörnumenn voru einfaldlega ráðlausir gegn varnarleik heimamanna. Stólarnir kláruðu svo leikinn af yfirvegun þó Stjarnan hafi náð að minnka muninn niðurfyrir 10 stig í smástund.
 
 
Liðsheildin var aðall heimamanna í kvöld, loks þegar allt small saman. Lewis og Dempsey (31 stigg og 11 fráköst) voru sterkir að vanda og Ingvi Rafn átti frábæra innkomu, skilaði 11 stigum, 7 fráköstum og 5 stolnum boltum. Þetta var sterkur sigur sagði Israel Martin í leikslok, men þurftu að hafa fyrir þessu og ég er ánægður með hvernig liðið brást við eftir að lenda 11 stigum undir.
 
 
Shouse var stigahæstur gestanna með 26 stig og Jón Orri var mjög öflugur í baráttunni undir körfunni. Frye og Dagur Kár hafa leikið betur en í kvöld.
 
 
Mynd og umfjöllun/ Hjalti Árnason